Karrý kjúklingaloka

Ljúffeng karrý kjúklingaloka í hveitikímbrauði.

Kjúklingasalat:

  • 100g eldaður kjúklingur með kryddmauki (mild curry sause).
  • 20 g karrýkrydduð blómkálsgrjón
  • 15g hvítlaukssósa
  • Smá lime safi
  • Salt og pipar

Hveitikímbrauð:

  • 55 g hveitikím
  • 1msk möluð hörfræ (gold)
  • 1 tsk husk
  • 1 msk sesamfræ
  • Herbamare salt
  • 110 ml sjóðandi heitt vatn

Öllu blandað saman og hrært vel í blöndunni þar til hún myndar deigkúlu. Deiginu skipt í tvo hluta og flatt út til að búa til tvær lokusneiðar úr deiginu. Mér finnst best að setja smá olíu á 2 bökunarpappírsblöð og deigið á milli til að fletja það út með kökukefli.

Hita í ofni í 15 mínútur á 180°C. Snúa brauðinu við og baka í aðrar 5-10 mínútur.

Þegar lokurnar eru tilbúnar þá er best að láta þær aðeins kólna og setja svo áleggið á.

[foodiepress]

Leave a Comment