Ég er mikill fíkill í kartöflusalat og ég hef áður gert salat úr nípum (steinseljurót) sem var mjög gott. Að þessu sinni prófaði ég að gera út sellerírót því nípur voru ekki fáanlegar. Tilraunin er vel þess virði að setja inn hér.
Hádegismatur:
- 100 g soðnar pylsur
- 75 g soðin sellerírót – skorin í ferninga
- 5g blaðlaukur
- 10 g Hellemans mæjónes
- 5 g remúlaði
- Sykurlaus tómatsósa
- Dijon sinnep
- 50 g kímkaka