Íslendingur á Quiznos, Lambabátur á Hlölla og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er búin að finna upp lækningu við þessum lambalokum og hún felst í þessum rétti.
Ég notaði afgang af grilluðum lambakótilettum ofan á kímbrauðsneið ásamt piparosti, fetaost og bernaisesósu.
- 40g kímbrauðsneið gerð í örbylgjuofni
- 50 g lambakjöt
- 25 g piparostur
- 20 g fetaostur
- 15 g bernessósa frá E. Finnsson þynnt með örlitlu vatni
Meðlætið var kál og sveppir en næst mun ég klárlega steikja lauk á pönnu og setja á brauðið líka.