Hörpuskel og risarækjur með sveppum, salati og hvítlaukssmjöri

Ég gjörsamlega elska skelfisk af ýmum gerðum og stór hörpudiskur er þar fremstur meðal jafninga. Þessi réttur er svo góður að vandamálið við hann er að mann langar alltaf í meira.

Að þessu sinni eldaði ég hörpudiskinn með risarækjum sem ég keyptir frosnar og lét þiðna yfir nótt. Ég byrjaði á því að smjörsteikja sveppi á pönnu. Ég kryddaði sveppina með salti, pipar, chili explosion kryddi og einum hvítlauksgeira sem ég reif með rifjárni beint út á pönnuna.

Þegar sveppirnir vou tilbúnir tók ég þá af pönnunni, bætti smá smjöri út á og skellti skelfisknum á pönnuna. Ég kryddaði með salti, pipar og chili explosion kryddinu og eldaði svo skelfiskinn þar til hann var tilbúinn. Rækjurnar voru nú þegar eldaðar og það þurfti í raun bara að ná bragðinu af pönnunni í þær og hita þær aðeins upp.  Ég fylgdist því bara vel með hörpudisknum og ætli þetta hafi ekki verið ca 5 mínútur.

Skelfiskurinn var svo borinn fram með salati, ristuðu kímbrauði og hvítlaukssósu.

Hvítlaussósan: 

  • 15 g smjör
  • 20-40 g grísk jógúrt
  • 2 hvítlaugsgeirar
  • steinselja (fersk eða þurrkuð)

Smjörið er brætt í potti eða á pönnu og rifnum hvítlauk bætt út á ásamt smá steinselju. Hvítlaukurinn er aðeins látinn malla í smjörinu og tekinn af hitanum áður en hann byrjar að verða brúnn og stökkur. Bráðnu hvítlaukssmjörinu er helt í litla skál og grísku jógúrtinni bætt saman við og hrært vel. Smjörið er síðan kælt í ískáp á meðan verið er að helda sveppina og skelfiskinn.

Máltíð í hádeginu inniheldur:

  • 115 g skelfiskur
  • 150 g steiktir sveppir
  • 50 g blandað salat
  • 40 g kímbrauð
  • 15 g smjör

image

image

image

Leave a Comment