Bláberjaísinn er gerður úr 180 g frosnum bláberjum og 100 g hreinu skyri. Bragðbætt með fljótandi sykurlausu sætuefni eins og Hermesetas. Berin og skyrið eru sett í skál og töfrasproti notaður til að mauka berin og blanda þessu öllu saman. Með þessu hafði ég vöfflur sem eru gerðar úr 1 eggi, 15 af sojahveiti og örlitlum matarsóda til að hafa með ísnum og 60 g af jarðaberjum.