10.-13. janúar 2019

Ég var að glíma við það þessa helgi að vera ekkert svöng og því var maturinn minn lítið spennandi og ég borðaði aðallega örbylgjubrauð með áleggi og það sem ég hafði lyst á. Allt sykur- og hveitilaust og ketóvæn en því miður var lítið um grænmeti. Það er nauðsynlegt að borða og við viljum ekki aðallega líkaminn fari í svelti ástand og fari að spara orku.

Ég tók mig því til og gerði brúnkur (brownies) og súkkulaðibúðing fyrir vikuna til að eiga í ísskápnum. Það kemur sko alveg matarlistinni í gang.

Hér eru nokkrar myndir af máltíðum helgarinnar (föstudag-sunnudags).

Leave a Comment