Sykurlaus jógúrtís frá yoyo

Yoyo er farið að bjóða upp á sykurlausan jógurtís með Stevia. Ég fór og keypti ís um daginn og tók með mér heim til að vigta og smakka.

Ísinn smakkaðist alveg hreint ljómandi. Ég hefði kannski kosið að hafa það aðeins sætara þegar ég smakkaði fyrst en náttúrulegt jógúrt bragð er aðeins of súrt fyrir minn smekk. Ég á t.d. erfitt með að borða hreint skyr.

Eftir nokkrar skeiðar hætti ég hins vegar að taka eftir þessu og var bara mjög sátt með ísinn.

Það er alla vega gott að vita til þess að það er hægt að kaupa sér sykulausan ís í Reykjavík og mér finnst þetta flott framtak hjá yoyo.

image

image

image

Leave a Comment