Steiktar pylsur og spælt egg

Það er tilvalið að nota afganga af pylsum í  morgunmat með spældu eggi. Ein pylsa er ca. 50 grömm og það smellpassar að skera hana í hæfilega þykka bita og steika á pönnu á meðan eitt lítið egg er spælt með.

Skammturinn fyrir morgunmat hjá mér þegar ég er búin að taka frá 80 g af mjólk út í kaffið verður því 50 g pylsa og 50 g spælt egg. Það er svo tilvalið að fá sér annaðhvort niðurskorna melónu með þessu eða greipdjús.

image

image

Leave a Comment