Samloka með reyktum laxi

Þessi samloka finnst mér vera algjört æði og kemur algjörlega í staðinn fyrir graflaxbrauðsneiðar með graflaxssósu sem ég hafði mikið dálæti á hérna í den.

Brauð: 

  • 60 gr kím
  • 1 lítið egg (50g)
  • 40 g AB mjólk
  • Smá matarsódi
  • 2 tsk sesam fræ
  • 1 tsk kúmen fræ
  • 1 tsk sesam mjöl

Öllu blandað vel saman og sett á ofnskúffu með olíuspreyuðum margnota bökunarpappír. Ég móta deigið í þykka brauðsneið eða brauðhleif og baka svo í ofni við 200°C í 30 mínútur.

Álegg: 

  • 15 g smjör eða majónes
  • 60 g reyktur lax
  • Dijon sinnep eftir smekk
  • Ferskt dill

wpid-wp-1448146922188.jpg

 

Leave a Comment