Pönnukaka með jarðaberjum

Pönnukaka er sannkallaður spari morgunverður.

Það er svo einfalt að gera pönnuköku í morgunmat. Ég hugsa að það taki  ekki meira en 5 mínútur. Það eina sem stoppar mig í pönnukökugerðinni er að ég enda yfirleitt með þrjár skálar í uppvaskinu og ég nenni stundum ekki öllu þessu leirtaui. Ein fyrir pönnukökudegið, ein fyrir grísku jógúrtina og svo ein til að vigta jarðaberin.

Pönnukaka:

  • 1 egg
  • 15 g sojamjöl
  • 1/4 tsk matarsódi
  • sykurlaust vanillu síróp

Allt hrært saman í pönnukökudeig og steikt á pönnukökupönnu á hvorri hlið þar til gullinbrúnt.

Ofaná:
Hræra saman 100g gríska jógúrt og skvettu af sykurlausu French Vanilla sírópi. Vigta 240g af jarðaberjum of skera í sneiðar. Strá sykurlausri strásætu yfir t.d. Canderel.

image

image

image

image

image

1 thought on “Pönnukaka með jarðaberjum”

  1. Pingback: Pönnukaka með ananas og vanillujógúrt – Plenty Sweet

Leave a Comment