Piparkökur – hveitikím (30g)

Hér er uppskrift að þessum líka fínu piparkökum. Piparköku kímkökur úr 30 g hveitikími.

Innihald:

  • 30 g hveitikím
  • 20 g egg
  • 2 msk sykurlaus strásæta
  • 1 tsk brúnkökukrydd (eða samskonar blanda án kakós)
  • 5 g smjör
  • Sykurlaust vanillu síróp / Brown sugar og cinnamon síróp
  • 1 tsk sesamfræ
  • 1/4 tsk matarsódi

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnum vel saman. Brjótið svo eitt egg í skál og pískið létt. Vigtið 20 g af egginu út í þurrefnin. Linið smjör í örbylgjuofni og bætið við blönduna ásamt skvettu af vanillu sírópi.

Hrærið svo vel saman með sleikju.

Setið deigið á olíu spreyjaðan bökunarpappír. Takið plastfilmu og setja yfir deigið og nota kökukefli til rúlla deigið flatt í ca. ½ cm á þykkt.

Skerið út kökur með piparkökuformi (t.d. hjarta) þannig að allt deigið hefur verið nýtt.

Bakið í 200℃ heitum ofni í 10 mínútur. Snúið kökunum á hina hliðina og bakið í 3 mínútur í viðbót.

image

Leave a Comment