Mig langaði svo í eitthvað gott hrökkkex úr hveitikími og ákvað að reyna að búa til ostakex og ég er þvílíkt ánægð með niðurstöðuna.
Innihald:
- 30 g hveitikími
- Sesamfræ 1-2 tsk
- Herbamare salt
- Best á allt kryddið
- Complete seasoning frá Badia
- Hvítlaukskrydd eða laukkrydd
- 5 g Parmigiamo Reggiano ostur (sjá mynd)
- 60 g heitt vatn
Öllu blandað saman. Spreyja olíu á margnota bökunarpappír og setja degið á og fletja út með sleikju eins og hægt er. Nota svo plastpoka (ég notaði glæran stóran nestispoka) og leggja yfir deigið og þrýsta því út með höndunum til að fá það eins þunnt og hægt er.
Setja svo inn í ofn á 170-180 °C í 20 mínútur og svo snúa og baka í aðrar 5 mínútur á hinni hliðinni eða þar til brauðið er orðið gullið og stökkt.
Ég borðaði kexið með osta-sojahnetukremi og það var voða gott en á morgun ætla ég að fá mér Camenbert ostur og kannski reyna að gera e-s komst hummus ídýfu.
Meira að segja mamma sem hefur borðað sitt kímbrauð í nokkur ár fannst þetta æðislega gott og