Ommiletta með skinku og osti er fljótlegur og góður morgunmatur.
Ommiletta:
- 1 stórt egg
- Herbamare salt og pipar
- Best á allt kryddið frá Pottagöldrum
- 20 g skinka (98%)
- 10g ostur t.d. Gouda eða Maribo
Pískið saman eggið og kryddið. Hitið Avókadó olíu á pönnukökupönnu eða pönnu af sambærilegri stærð. Skerið skinkuna í bita og steikið létt upp úr olíunni til að fá gott steikingarbragð af skinkunni. Hellið því næst deiginu út á pönnuna og látið dreifast vel um alla pönnuna. Setið ostinn út á og eldið þar til ommilettan er elduð í gegn og osturinn bráðnaður.
Það er svo tilvalið að fá sér greipkrap með sem ávöxt með morgunmatnum.
Þá passar að ég á eftir 80g af mjólk út í kaffið.