Ofnbakaður lax m/nípu- og gulrótarfrönskum og kokteilsósu

Lax í ofni með “frönskum” og kokteilsósu er mjög ofarlega á vinsældarlistanum í kvöldmat á mínu heimili.

Það er svo þægilegt að elda ofnrétti. Bara skella hráefninu í eldfast mót og á bökunarplötu, inn í ofn og gera eitthvað annað í 20 mínútur.

Innihald og aðferð: 

Laxaflak sem er skorið í bita. Mér finnst mjög þægilegt að kaupa laxabitana sem fást í frystinum í Krónunni. Það eru svo hæfilega stór stykki og passar að elda ca. einn bita á mann.

Ég krydda lax oftast með Sesam olíu, glútenlausri Tamari sósu, Herbamare, Best á allt og svo sesam fræjum. Skelli öllu í eldfast mót og inn í ofn á 180-200°C í 20 mínútur í heitan ofn aðeins lengur ef ofninn er kaldur.

Frönskurnar kaupi ég frosnar í poka frá Findus. Skelli þeim á bökunarplötu m/bökunarpappír og inn í ofn á sama tíma og fiskurinn. Ég hef reyndar frönskurnar aðeins lengur en fiskinn. Ég hækka yfirleitt hitann eftir að ég tek fiskinn út og leyfi frönskunum að ná nokkrum mínútum í viðbót eða þar til þær eru orðnar aðeins stökkar og brúnar.

image

Kvöldmatur: 120 g eldaður lax, 240 g nípu og gulrótar-franskar og 20 g kokteilsósa. 

Leave a Comment