Þessi opna samloka er frábær til að taka með í nesti í vinnuna ef maður hefur aðgang að örbylgjuofni og á nautahakksafganga í ísskápnum. Hún er gerð úr 45 g kímbrauði, 50 g af nautahakki og 25 g af rifnum osti.
Ég geri 45 gramma kímbrauðssneið í örbygljuofni að morgni áður en ég fer í vinnuna. Það tekur nákvæmlega 4 mínútur. Gott ef sneiðin nær aðeins að kólna áður en hún fer í nestistöskuna. Ég set ca. 1 msk af Hunts pizzusósu út á 50 g af elduðu nautahakki ástmt 2 msk af heitu vatni í nestisbox. Hræri þessu vel saman og krydda með Chili explosion kryddi til að fá extra sterkt bragð. Vigta svo 25 g af osti og set í sér nestisbox.
Í hádeginu set ég hreinlega brauðsneiðina á disk, hakkið yfir og svo ostinn og inn í örbylgjuofn í 2 mínútur. Borið fram með 120 g af salati.