Hakk með grænmeti er virkilega góður og saðsamur kvöldmatur.
Hakkið er kryddað með góðu grillkjötskryddi og steikt á pönnu þar til það er orðið vel brúnað og steikt.
Gulrætur, sveppir og laukur eru skorin í hæfilega stóra bita og brokkólíhaus rifinn niður í greinar. Best er auðvitað að nota ferskt grænmeti en það er vel hægt að nota frosið grænmeti. Ég set smá vatn í botinn á pottinum og byrja á því að sjóða gulræturnar og brokkólíð í ca. 10 mínútur. Þá er mest af vatninu gufað upp og gott að setja smá olíu í pottinn og bæta sveppunum og launum saman við og steikja grænmetið allt saman þar til það er orðið mjúkt. Stundum bæti ég við einni niðursuðudós af lífrænum Biona tómötum ásamt smá fljótandi sætu. Að lokum set ég oftast vel af hvítlauk út í og krydda eftir smekk til að fá bragðið eins og ég vil hafa það.
Einnig er fínt að setja eina tsk af tómatpúrru á pönnuna ásamt smá heitu vatni.
Kvöldmatur, skammtur fyrir einn:
- 120 g hakk
- 360 g eldað grænmeti
- 15 g góð olía út á t.d. avókadóolía, olífuolía t.d. með chilli og hvítlauk
Meðlæti: 30 g kímbrauð eða kímkaka með 15 g af smjöri