Múffa með sykurlausu vanillu skyri

image

image

Hér er tilvalin morgunverðarmúffa sem borin er fram með hreinu skyri sem er bragðbætt með sykurlausu vanillu sýrópi.

  • 1 lítið egg (50 g)
  • 25 g sojamjöl
  • 1/2 tsp matarsódi
  • 1-2 msk Canderel sæta
  • 20 g mjólk
  • 1 msk sykurlaus vanillu sýróp
  • 1/2 tsk vanillukorn

 

Blandið öllum hráefnunum saman t.d. í stórum bolla og hræri vel svo ekki séu kekkir í deginu. Múffan er svo bökuð í örbylgjuofni í ca. 2 mínútur. Ég eldaði mína múffu í 2:10 í 850W örbylgjuofni.

Blandið saman 80 g skyri og sykurlausu vanillusýrópi og setjið út á múffuna þegar hún er tilbúin.

Það er svo tilvalið að fá sér kaffi með 80 g af flóaðri gmjólk á eftir múffunni.

Leave a Comment