Lax með nípufrönskum

Ég hreinlega elska að geta borðað svona mat án nokkurs samviskubits. Lax í ofni með nípufrönskum og kokteilsósu.

Nota þarf 1-2 stórar nípur á mann, allt eftir því hversu stór grænmetisskammturinn á að vera. Ég fékk um 150 g af frönskum úr einni stórri bíði.

Skar nípurnar í strimla og velti upp úr hitaþolinni avókadóolíu og grófu salti. Bakaði svo á ofnplötu í um 30 mínútur við 200℃. Hækkaði hitann aðeins í lokin til að reyna að fá þær aðeins stökkari.

Laxinn kaupi ég frosinn í Krónunni. Pakkningin inniheldur 4 hæfilega stóra bita og það passar vel að elda einn bita á mann. Kryddaði með Herbamare og Best á allt kryddinu. Setti fiskinn í eldfast mót og smà sesamolíu yfir. Bakað við 200℃ í 25 mínútur.

image

image

image

Leave a Comment