Lambalundir eru veislumatur sem er ekki nógu oft á borðum hjá mér.
Þær eru svo góðar og fráhaldsvænar með elduðu grænmeti og bernessósu. Þetta er lágkolvetnaútgáfan hvorki með kartöflum né rótargrænmeti.
Ég krydda lundirnar með salt og pipar og Best á allt kryddinu. Steiki þær fyrst á pönnu á góðum hita þar til brúnaðar. Svo inn í ofn á 180°C á meðan ég klára að elda grænmetið (5-10 mínútur). Ég læt svo lundirnar standa við stofuhita í aðrar 5-10 mínútur.
Sveppina steiki ég upp úr smá olíu og smjöri á pönnunni eftir að lundirnar eru farnar inn í ofn og salta smá með Herbamare.
Brokkólí og blómkálið klýf ég í geira og sýð í léttsöltuðu vatni í rúmlega 5 mínútur.
Ég nota oftast kalda bernessósu frá E. Finnsson og fæ mér max 30 grömm með kjötinu og grænmetinu.
Kvöldmatur: lambalundir (120g), steiktir sveppir og soðið grænmeti (320g), bernessósa (25g).