Lambahjörtu með nípumús og sósu

Lambahjörtu með nípumús og sósu eru ótrúlega ódýr og góður matur.

Lambahjörtu voru hreinlega uppáhaldsmaturinn minn þegar ég var lítil. Ég bað oft um að fá hringi í matinn en það kallaði ég réttinn í takt við útlit kjötsins eftir eldun.

Lambahjörtu: 

  • 4 lambahjörtu
  • Best á allt kryddið
  • Lambakjötskrydd
  • Salt
  • Pipar
  • Lárviðarlauf

Lambahjörtun kaupi ég annaðhvort fersk eða frosin og læt þau þá þiðna í ísskáp yfir nótt. Ég er elda oftast 4 hjörtu fyrir 2 og ég á yfirleitt smá afgang fyrir mig í nesti daginn eftir. Hjörtun eru ekki síður góð upphituð.

Ég byrja á því að skera æðarnar og þykkustu fituna af hjörtunum. Því næst sker ég hvert hjarta í sneiðar þannig að úr fást hringir.  Hringina brúna ég á pönnu og krydda með lambakjötskryddi, Best á allt kryddinu, salti og pipar. Þegar hjörtun eru orðin vel brúnuð þá helli ég sjóðandi vatni út á þannig að það fljóti yfir kjötið og bæti 1-2 lárviðarlaufum út í soðið.  Hjörtun sýpð ég svo pönnunni í einn klukkutíma.  Að þeim tíma liðnum eru hjörtun tilbúin og vökvinn sem eftir er er fínasta sósa.

 

Nípumús:

  • 2 meðalstórar nípur á mann (4 ef eldað er fyrir 2)
  • 15g smjör

Skrælið nípurnar og skerið í bita. Sjóðið í léttsöltuðu vatni í ca. 20 mínútur. Hellið vatninu af og notið töfrasprota eða lítinn blender til að mauka nípurnar í mús. Vigtið nípumúsina og bætið svo 15 g af smjöri út í og hrærið vel saman. Ég fæ mér í  300-320 g af nípumús með 15 g af smjöri.

image

Kvöldmatur: Lambahjörtu (120 g), nípumús (320 g nípur + 15 g smjör), sósa (án þykkingar) and kímbrauð (30 g) með smjöri (15 g). 

image

image

Leave a Comment