Þessi kjúklingaréttur er ótrúlega fljótlegur og góður. Ég hreinlega vef parmaskinku utan um kjúklingabringur sem ég hef kryddað með góðu kjúklingakryddi. Því næst set ég feta ost úr einni krukku út á kjúklinginn og eitthvað smá af olíu bara svo að kjúklingurinn festist ekki við ofnfasta mótið.
Réttinn baka ég í ofni í ca. 40 mínútur eða þar til bringurnar eru bakaðar í gegn og tilbúnar.