Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur.
Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs grænmeti með og svo er hægt nota restina af kjúklingnum í salöt daginn eftir.