Kjúklingur með tómatbasilsósu og brokkólí.
Kjúklingarlundir:
- 1 bakki af kjúklingalundum
- Salt, pipar og Montral kjúklingakrydd
- Ferskur mozzarellaostur (hálf kúla eða nokkrar litlar kúlur)
Aðferð:
- Krydda kjúklinginn, setja í eldfast mót og strá söxuðum mozzarellaostinum yfir. Inn í ofn á 180°C í ca. 25 mínútur.
Tómatbasilsósa:
- 1 askja kirsuberjatómatar (250 g)
- Lúka af ferskum basil
- Hvítlauksgeiri saxaður
- Salt og pipar
Aðferð:
- Skerið tómatana í helminga og steikið á pönnu upp úr ólífuolíu. Saxið hvítlauk og basil og bætið út á pönnuna og kryddið. Látið kraupa á pönnunni þar til tómatarnir eru orðnir að mauki að mestu.
Brokkólí:
- 1 búnt brokkólí
- Herbamare salt
Aðferð:
- Sjóðið vatn á katli og losið brokkólíblómin af stilkunum í skál sem þolir sjóðandi vatn. Þegar vatnið sýður, hellið þá vatninu út á brokkólíið og látið standa í nokkrar mínútur. Þetta mýkir brokkólíið lítillega og dregur fram ótrúlega fallegan grænan lit á blómin.
Máltíð fyrir einn vegur:
- 120 g kjúklingur og ferskur mozzarella
- 300-360 g grænmeti