Sykurlaus jarðaberjasulta

Einföld sykurlaus jarðaberjasulta sem passar með öllu.

Það er tilvalið að nota jarðaber sem eru á síðasta snúning í sultugerðina. Ég vigtaði 150 g jarðaber og skar þau í bita, setti í pott og hitaði upp að suðu. Ég setti skvettu af Hermesetast sætu, stráði slatta af Canderell yfir og slurk af sykurlausu vanillusírópi. Ég leyfði berjunum að malla í ca. 10 mínútur þar til þau voru orðin að mauki. Þá flutti ég sultuna úr pottinum og yfir í skál og leyfði sultunni að kólna aðeins.

Sultuna er hægt að bera fram með nánast hverju sem er með morgunmatnum eins og pönnukökum, júgúrti, ís, vöfflum og svo mætti lengi telja. Ég prófaði að hræra sultunni út í hreina gríska jógúrt og niðurtaðan var alvöru jarðaberja jógúrt.

Fyrir þá sem eru í fráhaldi þá er annaðhvort hægt að vigta ákv. magn af jarðaberjum og gera sultu úr því eða vigta sultuna sem ávöxt. Best að ráðfæra sig við sponsor hvað hver og einn má í þessum efnum en magnið af sætuefnum er frekar lítið á heildina litið.

Uppskrift:

  • Jarðaber
  • Hermesetas
  • Canderell
  • Sykurlaust vanillusíróp

image

 

image

image

Leave a Comment