Hangikjötssalat

Þetta hangikjötssalat er frábært ofan á kímbrauð og minnir svolítið á ítalskt majónes salat.

Það er 30 g af majónesi í salatinu og því hentar það best í kvöldmat.

Innihald:

  • Þykkar hangikjötssneiðar í bréfi sem skornar eru í smáa bita
  • Soðnar gulrætur skornar í smáa ferninga eða bita
  • Soðnar strengjabaunir skornar í lita bita
  • 30 g majónes
  • Smá vatn til að þynna majónesið
  • Herbamare salt

Það tekur ekki nema um 10 míntútur að léttsjóða gulræturnar og strengjabaunirnar og best er að kæla strax í með rennandi köldu vatni áður en hangikjötinu og majónesinu er bætt saman við.

Kryddað eftir smekk.

image

Hangikjöt (100 g), léttsoðnar gulrætur og strengjabaunir (100 g), majónes (30 g) á kímbrauði (30 g). Hrá rófa (260 g) til að klára grænmetisskammt.

image

image

Leave a Comment