Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum.
Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :)
Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í strimla til að gera franskar og notaði svo nýja spírallerinn minn til að skera steinseljurótina í skífur.
Setti smá ólífuolíu og Lava salt út á grænmetið og velti því vel upp úr. Bakaði svo í ofni með blæstri á 200°C í 30 mínútur. Það þarf að fylgjast vel með grænmetinu í ofninum og passa að það brenni ekki.