Beikonborgari með steiktum sveppum, feta osti, salati og hamborgarasósu.
Þvílíkur lúxus að geta fengið sér svona djúsí hamborgara án þess að hann setjist beint á rassinn á manni. Þessi er með öllu því besta: steiktum sveppum, beikoni og feta osti.
Hamborgarabrauðið finnst mér best að gera í örbylgjuofni. Ég bý yfirleitt til hamborgarabrauð úr 30 g af hveitikími og nota brauðið undir hamborgarann.
Öllu innihaldinu er blandað saman í skál þannig að úr verður þykkur grautur. Ég set smá olíu á örbylgjudisk til að koma í veg fyrir að brauðið festist við diskinn og smyr svo deiginu á diskinn með sleikju og bynda úr því hringlaga hamborgarabrauð. Því næst strái ég sesam fræjum yfir brauðið.
Því næst sting ég brauðinu í örbylgjuofn og baka það í 3 mín á annarri hliðinni. Svo sný ég því við og baka í allt að 1 mín. í viðbót á hinni hliðinni eða þar til brauðið er bakað í gegn.
Því næst læt ég brauðið kólna á meðan ég græja sjálfan hamborgarann.
Hádegismatur: hamborgari, beikon og feta ostur (100 g) á hveitikímsbrauði (30 g), með steiktum sveppum og salati (210 g) and hamborgarasósu (15 g).