Hakk og grænmetisspagetti

Hakk og grænmetisspagetti með feta osti. Grænmetisspagettíið er gert úr ydduðum gulrótum og kúrbít.

Máltíð: 

  • Steikt hakk – 70g
  • Feta ostur – 30 g
  • Tómatar, laukur, kúrbítur og gulrætur – 300g

Aðferð:

Steikið hakk á pönnu með góðu kryddi t.d. Best á allt og Grillkryddið frá Pottagöldrum og svo að sjálfsögðu salt og pipar. Ég nota oftast Herbamare saltið.

Setjið 1 msk af steikingarolíu í pott og steikið ca. einn saxaðan lauk í potti þar til hann er orðinn mjúkur.  Bætið því næst ydduðum gulrótum (2-3 gulrætur), ydduðum kúrbít (ca. 5 cm af kúrbít) út í pottinn og steikið enn frekar. Á þessum tímapunkti getur verið ágætt að setja 1 dl af vatni í pottinn til að grænmetið festist ekki við botninn.

Því næst fer ca. 1/2 dós af hökkuðum tómötum úr dós. Ég nota yfirleitt alltaf tómata frá Biona því mér finnast þeir bestir. Að þessu sinni ákvað ég að hakka tómatana enn frekar með töfrasprota til að fá n.k. tómatsósu.

Að lokum set ég ca. 1 tsk af frystum hökkuðum hvítlauk sem fæst t.d. í Bónus og svo krydda ég meira eftir smekk.

image
Kvöldmatur: 70 g nautahakka, 300 g grænmeti og 30 g fetaostur. 

image

Leave a Comment