Greipdjús úr rauðu greiði, stevíu og 1 dl vatni.
Skerið greip í tvo helmina og skafið svo eins mikið af aldinkjötinu og hægt er úr hýðinu beint í blenderinn. Passið að vigta hvað fer mikið af greipaldin í blenderinn ef það skiptir ykkur máli. Bæti svo við slatta af Hermesetas eða stevíu til að fá sætara bragð.
Setjið á hæsta styrk á blendernum í smá stund eða þar til allt er orðið drykkjarhæft. Hellið öllu í glas. Notið ca 1 dl af köldu vatni til að skola blenderinn og ná restinni af aldinkjötinu sem oft vill festast í hliðarar á könnunni. Vatninu með aldinkjötinu helli ég svo bara saman við djúsinn í glasinu. Vatnið þynnir líka djúsinn aðeins þannig að það er auðveldara að drekka hann.
Það er líka hægt að nota ísmola til að gera greipkrap.
&