Mjög gott hakk og grænmetis lasagne fyrir einn með kotasælu og hvítlauksbrauði.
Lasagne:
- Nautahakk
- Gulur laukur
- Sveppir – 1 askja
- Rauð paprikka
- Spergilkál (broccholi) – lítill haus
- Eggaldin (1/2)
- Hunts pizza sósa
- 1 dl heitt vatn
- Salt og pipar
- Avókadóolía
- Kotasæla – 20 g
- Rifin ostur – 10 g
Kryddið hakkið og steikið á pönnu. Ég steiki alltaf mikið umframmagn af hakki til að eiga daginn eftir á pizzu, í samloku eða eitthvað annað til að taka með í nesti í vinnuna. Þegar hakkið er tilbúið vigta ég 70 g í skál og bæta vel af Huntz pizza sósu út á (2 msk) og 1 dl af heitu vatni. Hrærið pizzusósunni og vatninu vel saman við hakkið.
Skerið grænmetið í hæfilega jafna og stóra bita og steikið í smá olíu í potti eða á pönnu. Kryddið með herbarmare salti og pipar. Þegar grænmetið er tilbúið vigtið þá 300 g af grænmeti og blandið saman við hakksósuna.
Notið ostaskera eða mandolín til að skera eggaldinð í þunnar sneiðar til að nota í stað lasagne pastaplata. Vigtið 60 g af eggaldin sneiðum.
Takið lítið eldfast mót og setjið smá olíu í botninn. Ég nota avókadó hitaþolna olíu. Því næst legg ég eitt lag af eggaldin sneiðum í botinn svo hakksósu yfir, svo annað lag af eggaldin og hakksósu yfir. Því næst set ég kotasæluna yfir hakksósuna og svo rifna ostinn á toppinn. Þetta er svo bakað í ofni í ca. 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og blandan er orðin heit í gegn.
Gott er að bera þetta lasagne fram með hvítlaukskímbrauði
Hvítlaukskímbrauð með hvítlaukssmjöri:
- 30 g hveitikím
- 2 tsk sesam fræ
- 2 hvítlauksgeirar – rifnir
- herbamare
- pizza krydd eða oregano
- heitt vatn (60-100 ml)
- 30 g smjör
Blandið öllu saman í skál. Setið olíu á örbylgjudisk og myndið brauð eða köku úr deiginu. Kryddið með oregano eða pizzakryddi ofan á. Bakið í örybylgjuofni í 3 mín á annarri hliðinni, snúið svo brauðinu við og bakið á hinni hliðinni í 30-60 sek. Ristið að lokum í brauðrist á meðalstillingu.
Bræðið 30 g af smjör í litlum potti ásamt smá hvítlauk til að búa til hvítlaukssmjör. Hellið smjörinu svo yfir hvítlauksbrauðið og lasagnað.