Soðnar nætursaltaðar gellur með smjöri og grænmeti.
Gellur finnast mér vera frábær matur. Bæði áferðin og bragðið eru mér að skapi.
Ég sýð þær í potti í ca. korter og ber þær fram með soðnu grænmeti t.d. rófum og brokkólí.
Kímbrauð með smjöri passar líka vel með.
Kvöldmatur: gellur (120g), soðið grænmeti (320 g) og smjör (20g).