Forréttur – Sniglar með brauði og hvítlaukssmjöri

Frábær forréttur eða smáréttur.

Sniglar eru klárlega einn af mínum uppáhalds forréttum eða smáréttum. Best bornir fram bakaðir í nægu hvítlaugssmjöri með ristuðu brauði.

Ég kaupi sniglana sem fást í frystinum í flestum stórmörkuðum.  Þeir koma í skelinni en ég tek þá úr henni áður en ég borða þá og vigta magnið sem ég ætla að fá mér. Mig minnir að einn skammtur hafi verið í kringum 50 g.

Sniglarnir eru bakaðir í ofni í ca. 20 mínútur. Svo bornir fram með heimabökuðu hveitikímbrauði (30 g) með sesam fræjum.

image

Leave a Comment