Ég fæ mér mjög oft ommilettu í morgunmat í miðri viku því þær eru sáraeinfaldar og fljótlegar í matreiðslu.
Einfaldasta útgáfan af ommilettu er hreinlega gerð úr einu eggi með Best á allt kryddinu frá Pottagöldrum, Herbamare salti og kannski nokkrum dropum af sítrónusafa. Þessu hræri ég saman í lítilli skál og skelli svo á pönnukökupönnu sem ég hef úðað með olífuolíu, avókadóolíu eða jafnvel 1 tsk af smjöri.
Þegar ommilettan byrjar að eldast þá tek ég eina Gouda ostsneið (20 g) og ríf niður í nokkrar ræmur og skelli út á ommilettuna. Klára svo að elda hana þar til hún er hætt að leka og osturinn að fullu bráðnaður.
Þetta tekur bókstaflega 3 míntútur í það heila.
Ommiletta:
- 1 egg
- 20 g ostur
- Herbamare
- Best á allt kryddið frá Pottagöldrum
Að þessu sinni var ég að flýta mér í vinnuna og þurfti að taka morgunmatinn með mér. Þá kemur sér vel að eiga plastdisk með loki frá sistema.