Brúnkökur úr hveitikími með vanillusmjöri

Þessar gerði ég í örbylgjuofni og setti svo í vöfflujárn.

30 g hveitikím
1 tsk brúnkökukrydd
1 msk Canderel strásæta
Smá vatn

Hrært saman og bakað í örbylgjuofni í 2+1 mínútur. Fyrst 2 mín, svo snúa og baka í 1 mín.
Síðan í vöfflujárnið þar til ljósið kviknar aftur.

Vanillusmjörið er gert úr 15 g af smjöri/smjörva, 1 tsk Canderel og vanillukorn úr smá bút af vanillustöng. Smjörið er hitað í örbylgjunni þar til það er lint (15 sek hjá mér). Svo er hinu blandað vel saman við og skellt í frysti í 5 mínútur.

image

image

image

Leave a Comment