Ég keypti mér þetta flotta beygluform / kleinuhringjaform í Fjarðarkaupum og var að prófa að búa til beyglur. Þær urðu nú bara nokkuð flottar.
Beyglurnar eru gerðar úr 50 g af hveitikími, 1 tsk af sesammjöli, 1 msk af sesam fræjum (hvít og svört), Best á allt kryddi, Herbamare salti og vatni.
Öll blandað saman í graut. Formin þarf að spreyja vel með olíu því kímið festist mjög gjarnan við allt yfirborð og ég þurfti að vanda mig mikið við að ná þeim úr formunum eftir bakstur. Ég
Beyglurnar bakaði ég á 190°C í ca. 30-40 mínútur.
Þessari uppskrift mætti líka breyta og nota sömu uppskriftina og fyrir samlokubrauð hér á síðunni en þá er AB mjólk og egg í brauðinu líka. Mér finnst líklegt að það brauð myndi síður festast í forminu.