Apríkósur með mozzarellaosti

Sætar og góðar apríkósur með mozzarellaosti og sykurlausri strásætu.

  • 240 g apríkósur
  • 40 g mozzarella ostur, litlu kúlurnar
  • Canderell strásæta (eða sambærilegt)

Aðferð:
Apríkósurnar eru skornar til helminga og steininn tekinn úr.

Mozzarella ostakúlur skornar í smærri bita og osturinn settur í holuna.

Önnur útfærsla er að nota 11% Philadelphia smurost. Þennan ost þarf að helminga í mælingum og því má ekki fá eins mikið af honum. Ef Philadelphia ostur er notaður þá er hægt að hræra hann saman við sykurlaust vanillu síróp og skammta svo í eins marga báta og osturinn dugar í. Ég gerði einn bát með Phildadelphia osti hina með mozzarella osti.

Þegar osturinn er kominn í bátana þá eru apríkósurnar eldaðar í örbylgjuofni í 2 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og apríkósurnar svoldið sultaðar.

image

image

image

Leave a Comment