Ég elska steiktan smokkfisk sérstaklega ef hann er kryddaður með chili og hvítlauk. Hérna er hann borinn fram með steiktum sveppum og kúrbít sem ég reif í spagetti með nýja spríalskeranum mínum. Svo er sérlega gott að hafa ferska gúrku með þessu.
Skammturinn er ca. 100 g steiktur smokkfiskur og 100 g steiktir sveppir og kúrbítur og 140 g gúrkur.
Þetta er bæði gott í hádeginu og sem kvöldmatur en gæti líka vel verið flottur forréttur ef smokkfiskurinn væri t.d. helmingaður til að eiga inni prótein fyrir aðalréttinn.