Kalkúnnaskip með rauðkáli og bökuðu grænmeti

Jóladagskvöldverðurinn var guðdómlegur. Kalkúnn með hráu rauðkáli, bökuðu grænmeti og sósu.

Kalkúnaskipið er eldaður í loftæmdum umbúðum samkvæmt leiðbeiningum.

Nípur og gulrætur settar í eldfast mót og kryddað með salti og Best á allt kryddinu. Sett inn í 200°C heitan ofn í 40 mínútur.

Sósan er gerð úr soðinu sem sett er í pott. Sterkjulausum krafti bætt út í ásamt 10 g af smjöri og hrært vel í. Hæfilegt magn sósu mælt fyrir einn og 20g af flóaðri G-mjólk eða nýmjólk bætt í sósuna og hrært vel í.

Rauðkálshaus skorinn í ræmur og sett í skál.

image

image

image

Kalkúnn (115 g), bakað grænmeti (250 g), rauðkál  (50 g) and soðsósa (20g mjólk) .

Leave a Comment