Kryddkaka úr hveitikími

Þessi kaka er ágætis krydd í tilveruna og sérlega góð með ís. Hér er hún í nokkrum útgáfum.

Innihald:

  • 20-40 g hveitikím
  • 1 msk Canderel
  • 1/2 tsk brúnkökukrydd
  • Smá vatn

Blanda öllu saman þannig að þú endar með brúnt deig vegna kryddsins. Eftir því sem meira er notað af hveitikíminu hef ég hin hráefnin rúmlega. Setja svo deigið á smurða ofnplötu eða bökunarform og baka í 200°C heitum ofni í 20 mínútur.

Mér finnst best ef að kakan nær að kólna aðeins og verða stökk, svona meira eins og kex.

image

Eftirmatur: 120 g Ský ís (án viðbætts sykurs) og 20 g kímkryddkaka. 

image

image

image

Eftirmatur: 40 g kímkaka með 15 g sætu smjöri

Leave a Comment