Folaldalundir eru herramannsmatur sérstaklega með steiktum sveppum, gaskeri og bernes sósu.
Folaldakjöt er að mínu mati ekki síðra en nautakjöt sé það meyrt og rétt eldað.
Ég myndi elda folaldalund á sama hátt og ég elda nautalund. Steiki kjötið fyrst á pönnu til að brúna það vel og set það svo inn í ofn á 180°C í 10-15 mín eða þar til lundin er elduð. Ég vil helst hafa lundina dáldið bleika (medium rare) og stilli tímann út frá því.
Best að krydda bara með salti og pipar fyrir eða eftir steikingu eftir því sem fólki finnst best.
Gott meðlæti eru t.d. smjörsteiktir sveppir, bakað grasker og bernes sósa.
Kvöldmatur: 120 g folaldalund, 200 g steiktir sveppir og rauðlaukur, 100 g grasker og 30 g bernes sósa.