Kjúklingalundir með fetaosti og hrásalati

Kjúklingur með fetaosti er fljótlegur og góður réttur sem hægt er að gera í ofni á ca. 30 mínútum.

Kjúklingalundir með festaosti:

  • Kjúklingalundir
  • Fetaostur í olíu m/kryddjurtum

Aðferð: 

Setjið kjúklingalundir í ofnfast mót og kryddið með góðu kjúklingakryddi. Hellið mestu olíunni af fetaostinum og stráið honum yfir kjúklingalundirnar. Setjið inn í ofn og bakið í ofni við 200°C í ca. 30 mínútur eða þar til lundirnar eru fulleldaðar.

Gott er að bera fram með salati af ýmsu tagi. Í þetta sinn gerði ég hrásalat .

Hrásalat:

  • Gulrætur og hvítkál ca. 250 gr.
  • Sítrónusafi
  • 30 g majónes
  • Smá vatn til að þynna majónessósuna ef þú villt

Grænmetið skrælt  og rifið með rifjárni til að fá fínt hrásalat. Bæti svo 30 g af majónesi út í ásamt smá vatni og sítrónusafa. Hræri vel saman.

Kjúklingur m/fetaosti

Kvöldmatur: 90 g kjúklingalundir m/fetaosti, 250 g hrásalat  m/ 30 g af majónessósu og 110 g kúrbítur í ofni m/ 10 g af rifnum osti. 

Leave a Comment