Kímbrauð í örbylgjuofni (30g)

Það er algjörlega nauðsynlegt að kunna að gera kímbrauð í örbylgjuofni til að redda sér. Hér er útgáfa af kímbrauði úr 30 g af hveitikími.

Innihald:

  • 30 g hveitikím
  • 1 tsk sesam fræ
  • 1 tsk sesammjöl
  • Herbamare
  • Best á allt krydd (eða sambærilegt)
  • 80 ml af heitu vatni

Öllu blandað saman í skjál þannig að úr verður þykkur grautur samt hæfilega balutur svo auðvelt er að smyrja honum á disk sem má fara í örbylgjuofn.

Ég set smá olíu á diskinn til að koma í veg fyrir að brauðið festist við diskinn.

Því næst sting ég brauðinu í örbylgjuofn og baka það í 3 mín á annarri hliðinni. Svo sný ég því við og baka í allt að 1 mín. í viðbót á hinni hliðinni eða þar til brauðið er bakað í gegn.

Því næst set ég brauðið í margnota samlokupoka fyrir brauðrista. Þetta geri ég aðallega til að koma í veg fyrir að fræin hrinji ekki öll af brauðin í brauðristina. Rista brauðið þannig að það verður smá stökkt.

image

image

image

image

2 thoughts on “Kímbrauð í örbylgjuofni (30g)”

  1. Pingback: Hörpuskel og risarækjur með hvítlauk, sveppum og salati – Plenty Sweet

  2. Pingback: Risarækjur með klettakáli og kímbrauði - Plenty Sweet

Leave a Comment