Þessi uppskrift finnst mér best fyrir 30 gramma sneiðar af kímbrauði.
Ég baka að lágmarki fjögur brauð í einu sem passa á eina ofnplötu.
Innihald:
- 30 hveitikím
- 1 tsk sesam fræ
- 1 tsk sesam mjöl
- 1/2 tsk kúmen
- Herbamare salt
- Best á allt krydd
- 60-80 ml af heitu vatni
Öllum innihaldsefnum blandað saman í skjál svo úr verður þykkur grautur. Ég pensla margnota bökunarpappír með avókadóolíu og mynda síðan ferköntuð brauð á ofnplötuna. Ég strái hvítum og svörtum sesam fræum yfir hvert brauð til að skreyta. Stundum nota ég kúmen fræ í staðinn.
Ofinn er hafður á 180-200°C og bakað í ca. 35 mínútur. Ég baka brauðið venjulega fyrst í 30 mín og sný því svo við og baka í 5-10 mínútur í viðbót.