Pönnukaka með steiktum plómum og grískri jógúrt

Enn ein útgáfan af pönnuköku og nú með steiktum plómum.

Pönnukaka: 

  • 1 egg
  • 15 g sojamjöl
  • Matarsódi á hnífsoddi
  • Sykurlaust vanillu síróp
  • Sítrónudopar úr flösku (5 dropar)

Blanda öllu vel saman í skál og steikja á pönnu á hvorri hlið í ca. 2 mínútur.

 

Plómur: 

  • 240 g plómur
  • 1 tsk sykurlaus strásæta

Steinninn fjarlægður úr plómunum og plómur skornar í báta.  Plómurnar eru steiktar á pönnu úr smá olíu og strásætu stráð yfir.

 

Grísk jógúrt:

  • 100 g grísk jógúrt
  • French Vanilla sykurlaust síróp – góð skvetta, amk. 2 msk.
  • Hermesetas fljótandi sætuefni, amk. 1,5 tsk

Hræra allt vel saman og smakka til hvort jógúrtin sé nægilega sæt á bragðið.

wpid-wp-1448718843782.jpgwpid-wp-1448718824909.jpgwpid-wp-1448718836892.jpg

Leave a Comment