Eplaedik í sódavatn

Ég held ég sé búin að finna leið til að gera eplaedik drekkanlegt :) Blanda 1-2 msk í sódavatn og Hermesetas sætu.

Mér hefur fundist eplaedik í vatn vera ódrekkandi og flaskan því búin að standa nánast óhreyfð inni í ísskáp í marga mánuði. Ég prófaði þetta í dag í sódavatn og með sætuefni og drakk tvö og hálft glas með nokkuð góðri lyst.

Þessi drykkur minnir svoldið á freiðivín og færi bara vel á að vera með hann í vínglasi. Kannski gæti ég sötrað á honum í litlum sopum í boðum og sleppt því að drekka áfengi. Spurning líka hvort hann gæti komið í staðinn fyrir Kók light? Ég hef nú minni trú á því.

Ég hlakka alla vega mikið til að finna hvaða áhrif það muni hafa ef mér tekst að fá mér eitt til tvö glös á dag af þessum drykk. Mér skilst að þetta sé hin mesta heilsubót.

Leave a Comment