Áramótamatseðill

Áramótamatseðillinn fyrir fólk í fráhaldi eða á lágkolvetnafæði.

Ertu búin að skipuleggja áramótamatseðilinn?  Hér eru nokkrar hugmyndir að veislumat fyrir fólk í fráhaldi eða á lágkolvetnamataræði.

Ég eins og fleiri er búin að liggja með höfuðið í bleyti varðandi matarplanið fyrir áramótin. Ég settist svo niður í gær og skrifaði upp allar hugmyndirnar sem flogið hafa í gegnum hugann undanfarna daga. Úr varð þessi fíni fráhaldsvæni áramótamatseðill sem mig langar til að deila með ykkur.

Matseðillinn samanstendur af nokkrum hugmyndum að morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Ég á sjálf eftir að velja mér morgunmat og hádegismat en um kvöldið ætlum við systkinin að koma saman og halda matarveislu þar sem bæði hreindýr og nautalund verða á boðstólum.

 

 

Leave a Comment