Sojahnetugott

Ég var sko ekkert sérstaklega hrifin af sojahnetusmjöri fyrst þegar ég smakkaði það og átti lengi 6 krukkur upp í hillu sem ég snerti varla. Endaði á að gefa mömmu eitthvað af krukkunum en hún hafði komist upp á lagið með að borða sojahnetusmjörið reglulega og var farin að elska það. Ég fékk svo ástæðu til að prófa þetta aðeins betur nýlega.

Ég rakst á heldur subbulega uppskrift á Facebook þar sem reynd fráhaldskona hafði notað allan prótein skammtinn sinn til að gera sér eitthvað gotterí úr sojahnetusmjöri sem minnti hana á sn..kers. Þar með var ástæðan komin. Sn1ck3rsgrísinn í mér stóðst ekki þessa freistingu.

Ég breytti uppskriftinni aðeins frá því sem ég sá á Facebook og notaði kotasælu í staðinn fyrir geitaost. Það má alveg prófa aðra mjúka osta en kostasælan er alveg fullkomin í þetta. Ostaeiginleikar hennar koma mjög vel fram við að bræða hana í örbylgjuofninum. Ég byrjaði á að gera bara lítinn skammt sem eftirrétt og það var fullkomið. Nú er ég búin að þróa þetta gotterí bæði út í krem á múffur og nú sem svona hálfgerða ísköku. Næst mun ég gera bragðref með þessu nammi út í.

Uppskrift:

  • 10 g sojahnetusmjör
  • 10 g kotasæla
  • smá Salted karamel síróp
  • Svart Lavasalt frá Saltverk
  • 5 g ristaðar sojahnetur

Alt nema saltið sett í litla ská og inn í örbylgjuofn í 20-30 sekúndur. Tekið út úr örbylgjuofninum og hrært vel saman þar til úr verður svona hálfgert ostakrem. Sett með sleikju á disk eða í form og sojahnetunum þrýst ofan í. Síðan inn í fyrsti í ca. 20 mínútur. Það má líka alveg borða þetta án þess að fyrsta þá er það bara mjúkt.

img_20160813_134045.jpg

Leave a Comment