Ommiletta með kotasælu

Ommiletta með kotasælu bragðast mjög vel. Eggjakakan verður rjómakenndari og mun meiri um sig. 

Ommiletta:

  • 1 egg – 60 g
  • Kotasæla – 30 g
  • 5 g rifinn hreinn mozzarellaostur

Eggið er hrært saman við kotasæluna og kryddað með Best á allt, salt og pipar eða bara því sem þér finnst gott. G

Hrærunni er skellt á pönnu á meðalhita með smá olíu.

Mozzarellaostinum er svo stráð yfir.

Þennan morgunmat borðaði ég með 240 g af hunangsmelónu og kaffi með 80 g af léttmjólk.


Leave a Comment