Andabringa með bökuðu grænmeti

Ég eldaði mér þessar ljúffengu andabringu þegar ég var á ferðalagi í London sumarið 2015. Ég hef á ferðalögum undanfarið reynt að leigja mér Airbnb íbúð eða herbergi með eldurnaraðstöðu til að eiga möguleika á að undirbúa mínar máltíðir sjálf.

Í stórmörkuðum í London er svo þægilegt að versla og hægt að kaupa passlega stóra skammt hvort sem maður er að elda fyrir 1 eða 4.

Aðferð:

Skerið í fituna á andabringunni en passið að skera ekki niður í kjötið.

Það þarf ekki að nota olíu við steikinuna því fitan úr skinninu dugar vel til að steikja bringuna.

Steikið andabringuna á fituhliðinni fyrst og steikið eins mikið af fituna af og hægt er eða þar til hún er orðin stökk og góð. Þetta getur tekið í kringum 10 mínútur en tíminn er misjafn eftir því hvað fitulagið er þykkt. Ef að það myndast mjög mikil fljótandi fita á pönnunni þá getur verið gott að færa fituna frá bringunni annaðhvort með því að halla pönnunni og láta fituna leka út í annan endan og steikja bringuna þeim megin á pönnunni þar sem fitan er minni. Sumir fjarlægja líka fituna af pönnunni með skeið.

Bringunni er svo snúið og steikt á hinni hliðinni og sú hlið brúnuð. Svo er ýmist bringan sett í ofn á 200°C hita og eldunin kláruð þar eða steikt áfram við vægari hita á pönnunni þar til fullelduð. Ég gerði það að þessu sinni og passað að moka vel og reglulega af fitunni yfir bringuna til að halda henni safaríkri.

Þegar andabringan er tilbúin þá er hún aðeins látin hvíla (10 mín) og svo skorin í þunnar sneiðar. Andabringuna bar ég svo fram með bökuðum nípum, blómkáli og svissuðum lauk.

img_20150813_233750.jpg

img_20150813_2337502.jpg.jpg

Leave a Comment