Súpa með silungi

Þessu grænmetissúpa er n.k. súpumóðir þ.e.a.s. hún er grunnur að mörgum öðrum súpum sem ég geri.

Uppskrift fyrir einn:

  • 1 laukur meðalstór
  • 1 rauð paprikka
  • 2 litlir tómatar
  • 2 sneiðar af eggeldin
  • 1cm engifer
  • 2 hvitlauksgeirar
  • Herbamare salt
  • Pipar
  • Best á allt kryddið
  • 1 tsk kraftur eða 1/2 teningur
  • Avókadóolía
  • Kókosolía 1tsk
  • 40 g létt g-mjólk
  • Sykurlaust kókossíróp

Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Rífið engifer og hvítlauk með rifjárni.

Steikið fyrst lauk upp úr avókadóolíu í stórum potti. Bætið svo kókosoliu út í og steikið paprikku og eggaldin næst og svo tómatana. Kryddið með hvítlauknum, engiferinu og öllu kryddinu.

Setið 1 dl heitt vatn eftir þörfum út í pottinn til að grænmetið mýkist betur upp og brenni ekki fast við pottinn.

Þegar grænmetið er eldað og vatnið að mestu gufað upp vigtið þá grænmetið til að vita þyngd. Ég fæ oftast á bilinu 300-360g úr þessum skammti.

Setið svo grænmetið aftur í pottinn og bætið 2 dl heitu vatni ásamt súpukrafti. Blandið svo mjólk og kókossírópi saman við. Hrærið vel saman og kryddið eftir smekk.

Að lokum er súpan maukuð með töfrasprota. Einnig má nota matvinnsluvél eða blandara.

Súpan er borin fram með steiktum silung. Einnig hægt að bera fram með steiktu beikoni.

image

image

image

image

Leave a Comment